Taco eða enchiladafylling![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4438 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Taco eða enchiladafylling. 500 gröm hakk 1 niðurskorinn laukur 1 niðurskorin rauð paprikka 2 matskeiðar maísolía 2 hvítlauksgeirar, skornir smátt 2 1/2 desilíter tómatpúrra 1 teskeið þurrkað oregano 1/2 nautateningur 2 rauðir chili ![]() Aðferð fyrir Taco eða enchiladafylling: Steikið laukinn í olíunni þar til hann er glær. Steikið kjötið með, hrærið í með gaffli svo það komi ekki stórir klumpar. Bætið paprikku í. Bætið hvítlauk í og tómatpúrru þar til þetta er þykk sósa. Hreinsið chili og skerið í bita blandið saman við nautateninginn sem er uppleystur í smá vatni. Hellið blöndunni saman við kjötsósuna og smakkið til með salti. Lækkið undir pottinum og látið þetta malla í að minnsta kosti 1/2 tíma, eða þar til þetta er mjög þykkt. Þessu skammtur dugar í 4 stórar enchiladas (28 cm stórar) eða 12 tacoskeljar með salati. þessari uppskrift að Taco eða enchiladafylling er bætt við af Sylvíu Rós þann 20.08.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|