Ávaxtasveifla![]() Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2835 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ávaxtasveifla. 1 bolli hveiti 1 bolli sykur 1/2 bolli púðursykur 1/2 bolli kókosmjöl Smá salt 2 egg 1 1/2 teskeið lyftiduft 4-5 appelsínur 3 epli 100 grömm suðusúkkulaði ![]() Aðferð fyrir Ávaxtasveifla: Kreistið safann úr 2-3 appelsínum, þannig að safinn fylli 3/4 hluta af vatnsglasi. Blandið saman þurrefnunum og hrærið egg og appelsínusafa saman við. Brytjið súkkulaði og ávexti smátt og blandið þeim saman við deigið. Setjið í smurt eldfast mót og bakið við 150-170 gráður, í um það bil 45 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. þessari uppskrift að Ávaxtasveifla er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 22.12.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|