Bakaðar perur með appelsínusósu![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5448 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bakaðar perur með appelsínusósu. 1 matskeið smjör, brætt 3-4 muldar bruður 3 matskeiðar ljós púðursykur 1/2 teskeið rifið appeslínuhýði Mace á hnífsoddi Salt á hnífsoddi 1/1 dós perur Sósa: 100 grömm rjómaostur 4 matskeiðar rjómi 1 matskeiðar rifið appelsínuhýði 1 matskeiðar appelsínusafi 4 teskeiðar flórsykur ![]() Aðferð fyrir Bakaðar perur með appelsínusósu: Blandið vel saman smjöri, bruðumylsnu, púðursykri, appeslínuhýði, mace og salti. Látið safann drjúpa af perunum og geymið hann. Raðið peruhelmingun í eldfast mót með sárið upp. Jafnið mylsnublöndunni yfir og hellið safanum meðfram perunum. Setjið álþynnu yfir. Bakið við 175°C í 15 mínútur. Fjarlægið álþynnuna og bakið í 15 mínútur til viðbótar. Hrærið sósuefnunum saman og berið hana fram kalda með volgum perunum. þessari uppskrift að Bakaðar perur með appelsínusósu er bætt við af Sylvíu Rós þann 14.07.10. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|