Blaut súkkulaðikaka![]() Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4824 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Blaut súkkulaðikaka. 1 1/4 dl sterkt kaffi 200 grömm sykur 250 grömm suðusúkkulaði (konsúm) 225 grömm smjör 4 egg ![]() Aðferð fyrir Blaut súkkulaðikaka: Sjóðið kaffi og sykur saman í potti þar til það verður að sírópi. Bætið smjörinu og súkkulaðinu út í sírópið á meðan það er heitt og látið bráðna. Kælið aðeins eða þar til blandan verður fingurvolg. Þeytið eggin saman við súkkulaðblönduna, eitt í senn. Smyrjið 24 cm lausbotna tertumót og stráið hveiti á botn þess og barma. Hellið deiginu í og bakið við 170 gráður í 60-70 mínútur. Kakan er blaut og best að láta hana standa yfir nótt. þessari uppskrift að Blaut súkkulaðikaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 07.11.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|