Blúnduterta![]() Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2963 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Blúnduterta. 225 grömm smjör 8 matskeiðar sykur 3 desilítrar haframjöl 3 desilítrar hveiti Krem: 2 1/4 desilíter kaffirjómi 1 1/2 desilítri sykur 1 1/2 matskeið smjör 1 1/2 matskeið síróp 1 1/2 matskeið kakó 4 1/2 desilítri rjómi, þeyttur Möndluspænir eða saxaðar hnetur ![]() Aðferð fyrir Blúnduterta: Hrærið smjör og sykur þar til það verður létt og ljóst. Blandið haframjöli og hveiti saman við. Breiðið degið út á tvo hringlótta botna, um 28 cm í þvermál, á plötu klædda bökkunarpappír. Bakið við 200 gráður í u.þ.b. 10 mínútur. Kælið og losið varlega. Blandið öllum hráefnunum í kremið saman í pott. Látið krauma í u.þ.b. 25 mínútur. Látið kremið kólna, en hrærið í svo það storkni ekki. Smyrjið því á annan botninn. Látið standa til næsta dags (ekki í kæli). Leggið botnana saman með þeyttum rjóma. Látið botninn með kreminu vera ofan á. Dreifið möndlum eða hnetum yfir. þessari uppskrift að Blúnduterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 20.12.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|