Bóndadóttir með slöri![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4068 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bóndadóttir með slöri. 250 grömm rifið rúgbrauð 25 grömm smjörlíki 25 grömm sykur 100 grömm þurrkuð epli Vatn og sykur 2 desilítrar rjómi Ribsberjahlaup ![]() Aðferð fyrir Bóndadóttir með slöri: Gamalt rúgbrauð er rifið og þurrkað í bakarofni. Sykrinum blandað saman við brauðið og það brúnað í smjörlíkinu á pönnu. Sett á fat. Hræra verður í brauðinu, meðan það kólnar. Eplin sem legið hafa í litlu vatni yfir nóttina eru soðin með sykri, þar til þau eru komin hér um bil í mauk og maukið á að vera þykkt. Síðan er maukið kælt. Á botninn í skálinni er sett rúgbrauð ofan á það eplamauk, þá rúgbrauð og eplamauk og rúgbrauð. Skreytt með þeyttum rjóma og ribsberjamauki. þessari uppskrift að Bóndadóttir með slöri er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|