Frábær kjúklingasúpa![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 58699 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Frábær kjúklingasúpa. 1 Kjúklingur (steiktur) 2 paprikkur 1 púrrlaukur 3 hvítlauksrif 1 askja rjómaostur (stór) 1 flaska chilisósa frá Heinz 1/2-1 teskeið svartur pipar 1 bolli vatn 1 bolli mjólk 1 peli rjómi 1-2 teskeiðar karrý Salt ![]() Aðferð fyrir Frábær kjúklingasúpa: Brytjið kjúklinginn í minni bita. Kreistið og kremjið hvítlauksrifin. Saxið paprikkurnar og skerið púrrlaukinn í þunnar sneiðar. Steikið grænmetið og hvítlaukinn í potti. Komið rjómaosti, chilisósu, pipar, vatni, mjólk og rjóma í. Kryddið með karrý, salti og pipar. Skellið kjúklingnum í og látið súpuna þykkjast aðeins. Berið fram með hvítlauksbrauði eða venjulegu súpubrauði. þessari uppskrift að Frábær kjúklingasúpa er bætt við af Sylvíu Rós þann 05.02.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|