Franskar kálfasneiðar![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 2137 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Franskar kálfasneiðar. 2 þunnar sneiðar kálfavöðvi 2 skinkusneiðar 2 sneiðar óðalsostur Salt Pipar 30 grömm smjör 1/2-1 desilítri rifinn óðalsostur ![]() Aðferð fyrir Franskar kálfasneiðar: Leggið skinku og ostsneiðar ofan á hvora kjötsneið. Leggið þær saman og lokið með tannstöngli eða kjötprjóni. Steikið kjötið í smjöri á pönnu í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið og stráið kryddi yfir. Færið kjötið upp í eldfast fat. Stráið rifna ostinum yfir og bakið við 225 gráður í 6-7 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram með kartöflum og salati. þessari uppskrift að Franskar kálfasneiðar er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 20.01.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|