Fylltar svínalundir![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 10258 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fylltar svínalundir. 1 svínalund, cirka 500 grömm Salt og pipar 75 grömm parmaskinka í sneiðum 1 laukur Fylling: 12 þurrkaðar aprikósur 25 grömm valhnetukjarnar 1 matskeið hunang Salat: 1 hjartasalat 4 þurrkaðar aprikósur 2 appelsínur 1 þroskuð pera 1 lítill salatlaukur 40 grömm valhnetukjarnar 100-125 grömm klettasalat Dressing: Appelsínusafi 1 teskeið olía ![]() Aðferð fyrir Fylltar svínalundir: Snyrtið svínalundina og þerrið. Skerið kjötið hálft í gegn, langsum. Kryddið með salti og pipar. Blandið valhnetur, aprikósur og hunang saman í blandara. Leggjið skinkuna á borð þannig að þær myndi plötu. Troðið fyllingunni í skurðinn á kjötinu. Leggjið kjötið neðst á “skinkuplötuna” og rúllið henni upp kringum kjötið. Skerið laukinn í þunna hringi og leggjið hann í eldfast mót. Setjið kjötið ofan á. Setjið kjötið í kaldan ofninn, kveikið á 160 gráður og steikið kjötið, í 35 mínútur. Rífið blöðin af salatinu og skerið aprikósurnar í strimla. Skerið endana af appelsínunum og skerið börkinn af með beittum hníf. Skerið appelsínunar í þunna báta, yfir skál svo saftið drjúpi þar í. Skerið peruna í þunna báta. Skerið laukinn smátt. Hakkið hneturnar gróft. Hellið þessu öllu í skál (ekki með appelsínusafanum) ásamt klettasalatinu. Hrærið appelsínusafa, olíu, salti og pipar saman og hellið yfir salatið. þessari uppskrift að Fylltar svínalundir er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|