Gráfíkjuterta![]() Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5769 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Gráfíkjuterta. 150 grömm hveiti 1 teskeið matarsódi 100 grömm sykur 100 grömm smjörlíki 1 egg 150 grömm gráfíkjur 1-2 desilítrar vatn ![]() Aðferð fyrir Gráfíkjuterta: Hitið ofninn í 200 gráður. Saxið og sjóðið gráfíkjurnar í vatninu þar til þær eru komnar í mauk. Sigtið þurrefnin þ.e hveiti, matarsóda og lyftiduft í hrærivélaskálina. Blandið sykrinum saman við. Látið síðan lint smjörlíki, egg, gráfíkjumauk og vatn í skálina. Hrærið degið í eina mínútu á minnsta hraða og síðan í 3 mínútur á mesta hraða vélarinnar. Takið tímann nákvæmlega. Bakið degið í tveim vel smurðum tertumótum í 30-40 mínútur. Leggið botnana saman með gráfíkjumauki eða þeyttum rjóma. Skreytið að vild. þessari uppskrift að Gráfíkjuterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 12.12.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|