Grillspjót![]() Árstíð: Sumar - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 5636 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grillspjót. 1 svínalund 1 pakki pylsubitar (eða niðurskornar pylsur) 1 pakki beikon í sneiðum 8 sveppir 1 paprikka 8 cherry tómatar 2 stórir laukar ![]() Aðferð fyrir Grillspjót: Þerrið svínalundina og skerið í 8 sneiðar og klæðið með beikoni. Hreinsið sveppina. Hreinsið laukinn og skerið í báta. Skolið paprikkuna og skerið í 8 bita. Rúllið hálfri beikonsneið um hvern pylsubita. Raðið 2 kjötbitum, 2 laukbátum, 2 tómötum, 2 sveppum, 2 paprikkubitum og 4 pylsubitum á hvert spjót, í fallega röð. Kryddið með pipar og paprikkudufti. Smyrjið ristina og grillið. þessari uppskrift að Grillspjót er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|