Grjónatafl![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 3 - Fitusnautt: Nei - Slög: 2455 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grjónatafl. 400 gröm kalkúnabringa 200 gröm brokkolí 1 búnt púrrlaukur 1 stórt epli 2 desilítrar epladjús 4 teskeiðar hveiti 1 matskeið sykur 1/2 teskeið sinnepsduft 1 matskeið ferskur engifer 2 matskeiðar jómfrúar ólífuolía 1 matskeið karrý ![]() Aðferð fyrir Grjónatafl: Hitaðu Wok pott við háan hita. Helltu olíunni í og léttsteiktu karrýið. Skerðu kalkúninn i litla bita og brúnaðu hann í olíunni. Skolaðu brokkolíið skerðu stilkinn af og skerðu hann í litla strimla (bara það sem lítur vel út) skiftu svo afganginum af brokkkolíinu í passandi bita. Hreinsaðu púrrlaukinn vel og skerðu í strimla. Skrælið engiferinn og skerið í teninga. Skrælið eplið og skerið í báta. Blandið hveitinu í epladjúsinn. Setjið hræringinn ásamt sykri og sinnepi í pottinn og hrærið vel þar til þetta er orðið þykkt. Setjið lok á pottinn og látið þetta sjóða í cirka 10 mínútur, og svo er rétturinn tilbúinn. Berið fram með hrísgrjónum og ýmiskonar meðlæti í litlum skálum t.d bönunum, maís, kókosmjöli, cherry tómötum, sultuðum hvítlauk, rúsínum og grænum baunum og mango chutney. þessari uppskrift að Grjónatafl er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|