Innbakaður kalkúnn![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3517 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Innbakaður kalkúnn. 1 kalkúnabringa 1 rauð paprika 1 rauðlaukur 3 hvítlauksrif 1 pakki beikonbitar 1 poki rifinn ostur Smjördeig Smá olía 3 teskeiðar pipar 4 teskeiðar tímian 3 teskeiðar paprikuduft ![]() Aðferð fyrir Innbakaður kalkúnn: Hitið ofninn að 200 gráðum. Saxið papriku, rauðlauk og hvítlauk. Hellið grænmetinu í skál og bætið beikoninu í. Kryddið með tímian, pipar og papriku. Hellið smá olíu í. Skerið nokkrar djúpar rifur í kalkúnabringuna, með cirka 3 cm millibili. Leggjið kalkúninn á smjördegið (það á að geta náð utanum kalkúninn). Troðið beikonblöndunni í rifurnar á kalkúnabringunni og setjið afganginn ofaná kalkúninn. Stráið rifnum osti yfir. Pakkið þessu inn í smjördeigið. Steikið í ofni, í cirka 50 mínútur. Berið fram með pasta og grænum baunum. þessari uppskrift að Innbakaður kalkúnn er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.04.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|