Kalkúnabringa með eplum![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 7085 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kalkúnabringa með eplum. 1 kalkúnabringa cirka 800-1000 grömm Salt og pipar 20 grömm smjör 2 desilítrar kjúklingasoð eða kraftur 3 epli 10 þurrkaðar aprikósur 1 rauðlaukur 25 grömm smjör Salt og pipar ![]() Aðferð fyrir Kalkúnabringa með eplum: Kryddið kalkúnabringuna með salti og pipar. Leggjið hana í eldfast mót. Bræðið 20 grömm smjör og hellið því yfir. Brúnið kjötið í 15 mínútur, í ofninum við 225 gráður. Hellið soðinu í og steikið kjötið áfram við 160 gráður, í 45-50 mínútur. Pakkið kjötinu inn á álpappír og látið það standa í 20 mínútur. Skerið það þvínæst í þunnar sneiðar. Sigtið soðið. Skerið eplin í báta (með hýðinu). Skerið aprikósurnar í ræmur. Skerið laukinn í báta. Steikið eplin og laukinn í smjöri þar til það verður gullinbrúnt. Hellið soðinu frá kjötinu á pönnuna og bætið aprikósunum útí. Látið þetta malla í 4-5 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Berið fram með kjötinu. þessari uppskrift að Kalkúnabringa með eplum er bætt við af Sylvíu Rós þann 26.03.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|