Kartöflubuff![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 7502 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kartöflubuff. Soðnar afhýddar kartöflur, kaldar eða heitar Haframjöl Grænmetiskraftur Krydd eftir smekk Magnið fer eftir hversu margir eiga að borða buffið ![]() Aðferð fyrir Kartöflubuff: Soðnar afhýddar kartöflur, hrærðar vel í hrærivél. Haframjölinu bætt út í, þar til orðið er deig sem klístrast ekki eða lítið við skálina. þá er grænmetiskraftinum bætt út í og síðan er degið kryddað eftir smekk, td. með karrý, kúmeni og svörtum pipar. Síðan eru mótaðar litlar bollur, sem eru flattar út í lítil buff og steikt á pönnu með smá olíu. Borið fram með góðu salati og ostasósu, ef vill. þessari uppskrift að Kartöflubuff er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 25.03.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|