Kjöt með kartöfluloki![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2556 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjöt með kartöfluloki. 600 grömm skrældar kartöflur 500 grömm nautahakk Smjör eða olía til steikingar 1 teskeið tímían 2 grænar paprikur, í sneiðum 1 dós hakkaðir tómatar með hvítlauk ½ lítri Mornay sósa 150 grömm rifinn ostur Salt og pipar ![]() Aðferð fyrir Kjöt með kartöfluloki: Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og sjóðið í léttsöltu vatni, í cirka 10 mínútur. Hellið þeim í sigti. Brúnið kjötið í olíu/smjöri. Kryddið með salti og tímíani. Bætið papriku og tómötum í og látið þetta malla í 5-10 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Hellið kjötinu í eldfast mót og leggjið kartöflurnar ofaná, eins og lok. Hellið Morney sósunni yfir og stráið osti efst. Steikið í ofni, í cirka 20 mínútur, við 200 gráður. Berið fram með góðu brauði. þessari uppskrift að Kjöt með kartöfluloki er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|