Kjúklingabollur![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 5216 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingabollur. 500 gröm kjúklingahakk 1 bolli haframjöl 2 egg ½-1 desilíter mjólk 1 kúrbítur 2 hvítlauksgeirar 1 stór eða 2 litlar gulrætur 1 laukur 1 púrrlaukur 3 tómatar 1 gul paprikka (eða í örðum lit) Salt og pipar Evt. allskonar krydd, bara eftir smekk Evt. ½ glas fetaostur eða 1/2 poki ostur og 15 ólívur. Bragðast vel en þá eru bollurnar ekki lengur fitusnauðar. Það er einnig hægt að nota annað grænmeti en það ofantalda. ![]() Aðferð fyrir Kjúklingabollur: Hitið ofninn að 175 gráðum. Setjið bökunarpappír á ofnplötuna. Blandið kjúklingahakki, haframjöli, mjólk og eggjum í skál og hrærið vel saman. Skolið grænmetið. Rífið kúrbítinn, gulræturnar og laukinn með rifjárni og skerið tómatana og hvítlaukinn í litla bita. Bætið grænmetinu í skálina og hrærið vel. Kryddið með salti, pipar og kryddi eftir eigin vali. Bætið osti og olívum í ef þess er óskað. Rúllið kúlur og farsinu og leggið á bökunarplötuna, bakið í ofninum í cirka 30-45 mínútur þar til bollurnar eru gullinbrúnar. Berið fram með brauði og salati, evt. salati með ananas og eplum. þessari uppskrift að Kjúklingabollur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|