Kjúklingabringa með kryddjurtum![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 3 - Fitusnautt: Já - Slög: 4702 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingabringa með kryddjurtum. 750 grömm kjúklingabringur 1 teskeið gróft sinnep 1 matskeið sítrónusaft 1 marinn hvítlauksgeiri ¼ teskeið þurrkað tímían 1 matskeið söxuð steinselja 200 grömm kartöflur 5 hvítlauksgeirar 2 gulrætur 1 teskeið ólífuolía Salt og pipar ¼ kúrbítur ¼ paprika ![]() Aðferð fyrir Kjúklingabringa með kryddjurtum: Skrælið kartöflurnar og skerið þær í teninga. Hreinsið hvítlaukinn og skerið gulræturnar. Veltið þessu upp úr salti, pipar og ólífuolíu. Setjið þetta á plötu, með bökunarpapír. Bakið í cirka 30 mínútur við 200 gráður. Brúnið kjúklinginn snöggt á pönnu. Blandið sinnepi, sítrónusafa, hvítlauk og tímíani saman. Látið kjúklinginn liggja aðeins í kryddblöndunni og veltið honum svo uppúr saxaðri steinselju. Steikið hann í ofninum ásamt grænmetinu í cirka 20 mínútur. Skerið kúrbítinn og paprikurnar í litla teninga og gufusjóðið í léttsöltu vatni. Hellið grænmetinu á fat, skerið kjúklinginn í sneiðar og leggjið ofaná. Skreytið með kúrbít og papriku og berið fram með pasta. þessari uppskrift að Kjúklingabringa með kryddjurtum er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|