Kjúklingasalat með snakki![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 7997 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingasalat með snakki. 2-3 kjúklingabringur 2 desilítrar BBQ sósa 1 desilítri mapels sýróp ½ desilítri sojasósa 3-4 rif hvítlaukur Salat Cherrytómatar Gúrka Rauðlaukur Paprika Furuhnetur Doritos snakk ![]() Aðferð fyrir Kjúklingasalat með snakki: Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu, í lítilli olíu. Kryddið lítillega eftir smekk. Setjið kjúklinginn til hliðar. Hitið og hrærið saman BBQ sósu, mapels sýrópi, sojasósu og mörðum hvítlauk. Setjið kjúklinginn á pönnuna þegar sósan er orðin heit. Látið þetta malla við vægan hita. Skerið grænmetið niður og setjið það í skál. Hellið kjúklingnum og sósunin yfir salatið og hrærið öllu saman. Ekki skola pönnuna, ristið furuhneturnar í afgangnum af sósunni og stráið þeim yfir. Stráið snakkinu yfir að lokum. þessari uppskrift að Kjúklingasalat með snakki er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.05.10. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|