Kjúklingasúpa með kókosmjólk![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7293 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingasúpa með kókosmjólk. Kjúklingabringur cirka 300 grömm 4 vorlaukar 1 matskeið olía 2 stönglar sítrónugras (má sleppa) 1 hvítlauksgeiri, saxaður 1 matskeið ferskt engifer, rifið 8 desilítrar kjúklingakraftur eða soð 1 dós kókosmjólk (400 grömm) 1 teskeið sambal oelek 2 matskeiðar limesafi 1/2 teskeið rifinn limebörkur 1 teskeið sykur Salt og pipar ![]() Aðferð fyrir Kjúklingasúpa með kókosmjólk: Skerið kjúklinginn í ræmur. Skerið vorlaukinn í sneiðar, en geymið græna hlutan til hliðar. Saxið ræturnar á sítrónugrasinu. Svitsið laukinn (hvíta endann) í olíunni, í potti. Hellið hvítlauk, engifer og sítrónugrasi í pottinn og svitsið með í smá stund. Hellið soði, kókosmjólk, sambal oelek, limesafa, berki og sykri í. Látið suðuna koma upp. Setjið kjúklinginn í. Látið þetta malla í cirka 10 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Skreytið að lokum með grænum vorlauk. þessari uppskrift að Kjúklingasúpa með kókosmjólk er bætt við af Sylvíu Rós þann 26.03.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|