Kjúklingur með fetaosti![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4829 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með fetaosti. Kjúklingabringur Olífuolía til steikingar 3-5 hvítlauksgeirar Oregano eftir smekk (cirka 1 tsk.) Góður slatti sítrónusafi 1 sítróna þunnt sneidd (verða að vera þunnar sneiðar) 2 dósir niðursoðnir tómatar 1 dós fetaostur (ath. hella vökvanum af) Svartar steinlausar ólífur Svartur nýmlaður pipar Maldon salt ![]() Aðferð fyrir Kjúklingur með fetaosti: Brúnið bringurnar vel í olíunni. Kryddið með salti, pipar og oregano. Bætið pressuðum hvítlauk á pönnuna og látið krauma í cirka 3 mínútur. Bætið þá sítrónusafa, sítrónusneiðum, og tómötum útí. Skellið loki á pönnuna og látið allt krauma í 15-20 mínútur. Að lokum er svo fetaosti og ólífunum bætt út í, látið krauma í stutta stund, cirka 3-4 mínútur. Það er best að bera réttinn fram á pönnunni þannig helst hann best heitur. Með þessu eru borin fram hrísgrjón og heit smábrauð. þessari uppskrift að Kjúklingur með fetaosti er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 24.10.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|