Kjúklingur með myntu![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3112 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með myntu. 4-8 skinnlausar bringur Sítrónupipar Olía til steikingar 600 grömm sveppir, saxaðir 2 hvítlauksrif, pressuð Safi úr 1/2 sítrónu 3/4 bolli rjómi 1/2 bolli ferskur parmesanostur, nýrifinn 2 matskeiðar fersk mynta, söxuð ![]() Aðferð fyrir Kjúklingur með myntu: Olían er hituð á pönnu, kjúklingabringurnar steiktar í 2 mínútur og kryddaðar með pipar. Kjúklingurinn er tekinn af pönnunni og settur til hliðar. Steikið sveppina í olíunni og látið hvítlaukinn saman við, Síðan er kjúklingurinn settur aftur á pönnuna og sveppirnir yfir. Þá er sítrónunni hellt yfir og svo rjómanum. Stráið svo rifna ostinum yfir og lokið pönnunni. Sjóðið við vægan hita í um það bil 7 mínútur. Stráið að lokum myntu yfir rétt áður en rétturinn er borinn fram. þessari uppskrift að Kjúklingur með myntu er bætt við af Sylvíu Rós þann 14.03.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|