Kjúklingur og beikon![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 8619 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur og beikon. 4 stórar kjúklingabringur 250 grömm beikon 1 stór laukur 4-5 gulrætur 4-5 sveppir Rjómi Salt og pipar Hvítlaukur Ostur ![]() Aðferð fyrir Kjúklingur og beikon: Skerið beikonið niður og steikið ásamt smátt brytjuðum sveppum. Kryddið með hvítlauk. Hellið 2-3 desilítrum af rjóma út á blönduna. Losið af pönnunni í skál og leggjið til hliðar meðan bringurnar eru steiktar. Skerið bringurnar í tvennt langsum og steikið þær á pönnu. Kryddið með salti, svörtum pipar og hvítlauk. Leggjið því næst bringurnar í eldfast mót og hellið beikoni og gulrótarfyllingunni yfir ásamt rjómaslettu. Það má setja rifinn ost yfir og setjið síðan inn í ofn, í 20 mínútur, við 200 gráður. Berið fram með salati og pasta. þessari uppskrift að Kjúklingur og beikon er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|