Kjúklingur - uppskrift að kjúkling![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 7209 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift að kjúkling: 4 kjúklingabringur, skinnlausar 50 grömm smjör 1/2 laukur, saxaður 2 dósir (2x400 grömm) tómatar, saxaðir 1/3 bolli vermouth 100 grömm rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum Pipar Salt ![]() Aðferð: Kljúfið hverja bringu í tvennt. Stráið salti og pipar á bringurnar og látið þær krauma í smjörinu í um það bil 5 mínútur á hvorri hlið. Takið bringurnar upp og haldið þeim heitum. Látið laukinn krauma í smjörinu í um það bil 4-5 mínútur án þess að brúnast. Bætið tómötunum út í og látið þetta sjóða í 2-3 mínútur. Bætið víninu út í og látið sjóða niður um einn þriðja. Setjið sósuna í blandara ásamt rjómaosti og blandið í nokkrar mínútur. Setjið sósuna á pönnuna aftur og hitið vel. Setjið bringurnar á fat og hellið sósunni yfir. Kjúklingur - uppskrift að kjúkling er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 13.01.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|