Lasagne![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5446 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lasagne. Lasagne blöð Gratínostur 500 grömm nautahakk 2 millistórir laukar 1 lítil salsasósa (Hver og einn velur styrkleika en ég er alltaf með milda) 25 grömm tómatpúrra Sósan: Ostasósa (tilbúin) Mjólk ![]() Aðferð fyrir Lasagne: Byrjaðu á því að skera laukinn smátt og steikja hann á pönnu. Því næst bætir þú hakkinu við og steikir þar til það er steikt í gegn. Helltu síðan salsasósunni út á hakkið og laukinn ásamt 25 grömmum af tómatpúrrunni. Á meðan þetta steikist við lágan hita, býrðu til sósuna sem kemur á milli hæða í lasagnanu. Taktu ostasósuna og helltu henni í pott ásamt 100-150 ml. af mjólk. Hrærðu þetta sama við millihita þar til sósan er orðin frekar þunn. Takið fram eldfast mót og hellið ostasósu í botninn, leggið lasagneblöð ofaná og svo hakk. Haldið áfram í þessari röð þar til allt hráefnið er komið í mótið. Þá strár þú bara gratínosti yfir og skreytir með tómötum. Bakið í ofni við 180 gráður þar til osturinn er orðin gulbrúnn. Berið fram með salati og brauði. þessari uppskrift að Lasagne er bætt við af Halla Guðmundsdóttir þann 15.11.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|