Lauksúpa![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6268 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lauksúpa. 4 laukar 100 gröm gulrætur 150 gröm hvítkál 1 matskeið smjör 1 líter vatn Salt og pipar 200 gröm smjördeig 1 egg Sherrý Kjötkraftur Rjómi ![]() Aðferð fyrir Lauksúpa: Hreinsið og skerið grænmetið í mjóar ræmur. Látið laukinn krauma í smjörinu á pönnu um stund, (brúnið ekki). Bætið hvítkáli og gulrótum út í og látið krauma áfram. Hellið hálfum líter af vatni yfir og látið krauma þar til laukurinn og grænmetið er fara að linast. Setjið grænmetið í pott ásamt vatninu, kjötkrafti og sherrýi og sjóðið í 10-12 mínútur. Bætið rjómanum út í, kryddið með salti og pipar. Látið súpuna rjúka vel. Hellið súpunni í súpuskál. Fletjið smjördeigið út, þannig að það er stærra en opið á súpuskálinni. Penslið barmana á skálinni með eggi og leggið smjördeigið yfir, þrýstið saman á brúnunum. Penslið yfir smjördeigið. Bakið við 220 gráður í 10-15 mínútur, eða þar til smjördeigið er orðið hæfilega bakað og stökkt. Berið súpuna fram heita. þessari uppskrift að Lauksúpa er bætt við af Elinborg Baldvinsdóttir þann 21.08.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|