Lime kjúklingur![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4029 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lime kjúklingur. 2 kjúklingar, skornir í 4 bita 1 límóna 10-15 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 5 matskeiðar ólífuolía 2 matskeiðar oregano 1 matskeið hvítvínsedik 1 matskeið hunang 2 teskeiðar chilipipar Salt ![]() Aðferð fyrir Lime kjúklingur: Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót. Rífið börkinn af límónunni og kreistið safan út henni. Blandið olíu, hvítlauk, oregano, ediki, hunangi, chilipipar og smá salti saman við límónusafan/börkinn og hellið blöndunni yfir kjúklinginn. Látið þetta liggja við stofunhita í cirka klukkustund og snúið bitunum nokkru sinnum. Grillið og saltið eftir smekk. þessari uppskrift að Lime kjúklingur er bætt við af Sylvíu Rós þann 15.03.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|