Núðlusalat með lax![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4234 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Núðlusalat með lax. 4 laxasneiðar 2 rauðar paprikkur 2 vorlauksbúnt 250 grömm kínverskar núðlur Dressing: 1-2 matskeiðar saxað engifer 1 hvítlauksgeiri, rifinn 1 rauður chili, saxaður Rifinn börkur af 1 límónu Safinn úr 1 límónu 1 matskeið sykur 2 matskeiðar olía 1 matskeið fiskisósa Handfylli ferskur kóríander Etv. salt Skreyting ½ desilítri saltaðar hnetur Ferskur kóríander ![]() Aðferð fyrir Núðlusalat með lax: Grillið laxinn á báðum hliðum, við háan hita, í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Hreinsið paprikkurnar og skerið þær í 4 báta. Grillið þær í 8-10 mínútur, eða þar til þær verða mjúkar. Setjið þær í poka og látið þær bíða í 5 mínútur, rífið svo “skinnið” af. Pakkið vorlauknum í álpappír og grillið hann í cirka 8 mínútur. Blandið öllum hráefnunum í dressinguna saman. Rífið laxinn í bita og setjið hann í skál. Hellið dressingunni yfir. Skerið grænmetið í bita og stráið því yfir. Sjóðið núðlurnar og hellið þeim í skálina. Blandið öllu vel saman. Stráið hnetum og kóríander yfir og berið fram. þessari uppskrift að Núðlusalat með lax er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|