Öðruvísi kjúklingabringur![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 15323 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Öðruvísi kjúklingabringur. Cirka 100 gröm beikonbitar 3-4 kjúklingabringur 1 dós hakkaðir tómatar ½ laukur ½ græn paprikka Smá olía Sykur eftir smekk 6 fersk basílíkumblöð Salt og pipar Meðlæti: Pasta penne Rifinn ostur ![]() Aðferð fyrir Öðruvísi kjúklingabringur: Skerið kjúklingabringurnar í bita. Setjið smávegis olíu í pott og steikið beikonið. Bætið kjúklingnum í pottinn ásamt niðurskornum lauk. Steikið kjúklinginn í gegn. Hellið tómötunum í pottinn og kryddið með salti og pipar. Ekki salta of mikið því beikonið er salt fyrir. Bætið paprikkunni útí og 4 basílikumblöðum (rifnum). Stráið sykri yfir eftir smekk. Látið svo sjóða í 15-20 mínútur. Berið fram með pasta penne og 2 basílikumblöðum til skreytingar og stráið rifnum osti yfir allt saman. þessari uppskrift að Öðruvísi kjúklingabringur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|