Ostakaka![]() Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5087 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ostakaka. Botn; 3 desilítrar hafrakex, mulið 2 desilítrar Nóa maltabitar, muldir 2 matskeiðar púðursykur 100 grömm smjör Fylling: 800 grömm rjómaostur 2 1/2 desilíter sykur 4 egg 100 grömm Síríus rjómasúkkulaði 1 matskeið kakó 2 desilítrar hnetusmjör Súkkulaðikrem: 3/4 desilítrar síróp 1/2 desilítri vatn 3 matskeiðar smjör 150 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsúm) eða 70% súkkulaði Fjólublátt köuskraut ![]() Aðferð fyrir Ostakaka: Botn: Setjið kex- og maltabitamylsnuna í skál ásamt púðursykrinum. Bræðið smjörið og blandið því saman við. Fóðrið ferkantað form með bökunarpappír. Þrýstið blöndunni í botnin og kælið. Fylling: Hitið ofninn í 180 gráður. Þeytið saman rjómaostinn og sykurinn. Bætið eggjunum út í, hrærið vel og skiptið blöndunni í tvent. Bræðið súkkulaðið við vægan hita og blandið því út í annan helminginn af fyllingunni ásamt kakóinu. Hrærið hnetusmjörið út í hinn helminginn af fyllingunni. Setjið súkkulaðifyllinguna yfir kexbotninn og bakið í 30 mínútur. Hellið hnetusmjörsblöndunni yfir og bakið áfram í 40 mínútur. Slökkvið á ofninum en látið kökuna standa áfram í 30 mínútur. Kælið kökuna að stofuhita. Súkkulaðikrem: Setjið sírópið, vatnið og smjörið í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið þar til smjörið er bráðnað. Takið pottinn af hitanum og látið standa í 5 mínútur brytjið þá súkkulaðið út í og hrærið vel. Kælið kremið að stofuhita og smyrjið því yfir ostakökuna. Skreytið kökuna með fjólubláu kökuskrauti. þessari uppskrift að Ostakaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 07.11.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|