Romdesert![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2830 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Romdesert. 1 pakki makkarónukökur 3-4 matskeiðar sherry 100 grömm dökkur súkkulaðispænir ½ lítri rjómi, þeyttur 1 bakki jarðaber 1 dós Romm fromage frá Kjörís ![]() Aðferð fyrir Romdesert: Myljið kökurnar og setjið þær í botninn á fallegri skál. Hellið sherry yfir og blandið þessu vel saman. Dreifið helmingnum af súkkulaðinu yfir. Skerið jarðaberin í fernt og raðið þeim í skálina. Þeytið rjóman og dreifið helmingnum yfir jarðaberin. Setjið ¾ af romm frómasnum yfir og afganginn af rjómanum. Skreytið með súkkulaðispæni og jarðaberjum. þessari uppskrift að Romdesert er bætt við af Sylvíu Rós þann 29.05.10. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|