Sherrýfrómas![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3773 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Sherrýfrómas. 4 egg 200 grömm sykur 9 blöð matarlím 75-100 grömm rifið suðusúkkulaði 1/2 dós jarðaber 2 desilítrar sherrý 6 desilítrar rjómi Sítrónusafi 3 matskeiðar vatn ![]() Aðferð fyrir Sherrýfrómas: Eggjarauður og sykur þeytt saman, sherrý og sítrónusafa bætt í. Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn og svo brætt yfir gufu. Síðan er bætt 3 matskeiðum af vatni í matarlímið. Kælt og þeytt út í eggjamassann. Þeytið rjóman og stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið út í. Setjið jarðaberin í. Hrærið í af og til á meðan frómasinn er að stífna. Skreytið með rifnu súkkulaði. Hægt er að nota ávaxtasafa í staðinn fyrir sherrý. þessari uppskrift að Sherrýfrómas er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 22.12.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|