Súrsætur grísapottréttur![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5016 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Súrsætur grísapottréttur. 600 grömm grísalundir 400 grömm súrsæt sósa 240 grömm hrísgrjón 3 matskeiðar ólífuolía ½ gul paprikka ½ rauð paprikka ½ græn paprikka ½ blaðlaukur Engifer Sojasósa Season all Hvítlauksduft ![]() Aðferð fyrir Súrsætur grísapottréttur: Skerið grísalundirnar í ræmur og kryddið þær með season all, engiferi og hvítlauksdufti. Steikið það í olíunni. Skerið grænmetið í bita og bætið því í pottinn ásamt súrsætu sósunni og látið þetta malla í 3 mínútur. Sjóðið hrísgrjónin. Berið þetta fram með sojasósu og grófu brauði. þessari uppskrift að Súrsætur grísapottréttur er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|