Sveppasúpa![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4644 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Sveppasúpa. 25 grömm þurrkaðir villisveppir 30 ml. olífuolía 1 teskeið smjör 2 laukar þunnt skornir 2 skallottulaukar gróft saxaðir 1 hvítlauksgeiri gróft saxaður 225 grömm ferskir kastaníusveppir 1,2 líter Oscar nautakraftur 1/2 teskeið þurrkað timian 150 ml. rjómi Salt og nýmalaður svartur pipar Ferskar timiangreinar til skrauts ![]() Aðferð fyrir Sveppasúpa: Setjið villisveppina í skál og bætið í hana 250 ml. af heitu vatni og látið þá mýkjast í 20-30 mínútur. Takið sveppina úr vatninu og pressið vökvan úr þeim yfir skálinni. Geymið vökvan til notkunar síðar. Hitið olíuna og smjörið á pönnu þar til myndast froða. Bætið lauknum, skallottulauknum, hvítlauknum og steikið létt í 5 mínútur. Hrærið stöðugt í þar til laukarnir eru farnir að mýkjast án þess að fá á sig lit. Saxið fersku sveppina og bætið á pönnuna. Hrærið í við meðalhita í nokkrar mínútur þar til þeir fara að mýkjast. Færið yfir í pott og bætið nautakraftinum út í og látið sjóða. Bætið villisveppum, vökvanum af þeim og þurrkuðu timian, salti og pipar út í. Lækkið hitan og setjið lok yfir pottinn til hálfs. Eldið í 30 mínútur og hrærið í af og til. Hellið 3/4 súpunnar í matvinnsluvél og maukið þar til hún verður silkimjúk. Hellið svo aftur í pottinn, hrærið rjóma út í og hitið súpuna vel. Ef súpan er of þykk bætið þá meira af nautakrafti í. Smakkið súpuna til og bætið út í salti og pipar ef þarf. Stráið ferskum timiangreinum yfir til skrauts, áður en súpan er borin fram. þessari uppskrift að Sveppasúpa er bætt við af Elinborgu þann 13.10.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|