Svínalund með miðjarðarhafskryddi![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3664 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Svínalund með miðjarðarhafskryddi. 1 svínalund cirka 350 grömm Salt og pipar ½ matskeið olía 1-1 ½ desilítrar kryddjurtir, t.d rósmarín, dill, tímían, kerfill og salvía 2 matskeiðar dijonsinnep Kartöflur: 500 grömm litlar kartöflur ½ matskeið olía 3-6 sólþurrkaðir tómatar 10 svartar ólífur 30 grömm fetaostur Steinselja ![]() Aðferð fyrir Svínalund með miðjarðarhafskryddi: Sjóðið kartöflurnar. Hitið ofnið á 160 gráður. Snyrtið kjötið og þerrið. Kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu, við háan hita. Brúnið kjötið á öllum hliðum, í cirka 1-2 mínútur í allt. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn, í cirka 15 mínútur. Saxið kryddjurtirnar smátt og setjið á disk. Takið kjötið úr ofninum og smyrjið með sinnepi. Veltið kjötinu uppúr kryddjurtunum og steikið áfram í cirka 10 mínútur. Skrælið kartöflurnar. Ristið þær, í olíu, á pönnu. Stráið salti og pipar yfir. Blandið sólþurrkuðum tómötum, ólífum, feta og steinselju saman. þessari uppskrift að Svínalund með miðjarðarhafskryddi er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|