Tandoori Kjúklingur![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Já - Slög: 5776 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Tandoori Kjúklingur. 1 kjúklingur (cirka 1-1 ½ kíló) Tandoorimarinaði: 3 teskeiðar kúmen ½ teskeið kanel 1 teskeið rifinn engifer 1 teskeið paprikkuduft 5 desilítrar jógúrt Meðlæti Cous Cous eða hrísgrjón. ![]() Aðferð fyrir Tandoori Kjúklingur: Takið haminn af kjúklingnum og skerið í 8 bita. Blandið jógúrtinu og kryddinu saman í skál og leggið kjúklinginn í löginn. Setjið plastfilmu yfir og látið liggja í að minnsta kosti klukkutíma, en gjarnan í eina nótt. Hitið ofninn á 250 gráður og setjið kjúklingabitana á plötu. Hendið afganginum af marinaðinu. Snúið kjúklingnum öðru hvoru þar til bitarnir eru gullinbrúnir á öllum hliðum. Sjóðið hrísgrjón eða cous cous. Setjið á disk og leggjið kjúklingabitana ofan á. Skreytið með kóríander eða öðrum jurtum. þessari uppskrift að Tandoori Kjúklingur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|